Um félagið

Tilgangur félagsins er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru drómasýki með því að veita þeim og fjölskyldum þeirra stuðning og að stuðla að öflugri félags- og fræðslustarfsemi, meðal annars með mánaðarlegum fundum og útgáfu fræðsluefnis.

Drómasýki er taugasjúkdómur sem gerir það að verkum að einstaklingur geti ekki haldist í svefn eða vökuástandi í meira en nokkra klukkutíma í senn. Aðaleinkenni eru óstjórnleg þreyta á daginn, að vakna sífellt á nóttunni, svefnlömun, svefnhöfgaofskynjanir og kataplexía.

Tölur um drómasýki

20-50

20-50 af hverjum 100.000 einstaklingnum þjást af drómasýki.

90-175

Miðað við algengistölur má áætla að um það bil 90-175 einstaklingar á Íslandi séu með drómasýki.

60-90%

Talið er að u.þ.b. 60-90% einstaklinga með drómasýki þjáist af kataplexíu.

12-14 ára

Fyrstu einkenni drómasýki koma oftast fram á bilinu 12-14 ára.

Viðburðir

There are no upcoming events.

Depositphotos_143956323_s-2019-mild
Lokbrá - Félag fólks með drómasýki
Kennitala

630914-1320

Bankareikningur

0133-26-1320

Hafa samband við félagið

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða ábendingar, ekki hika við að hafa samband.

Kíktu á okkur á samfélagsmiðlum

  • FACEBOOK

    Lokbrá - félag fólks með drómasýki