Er ég með drómasýki?
Hér eru nokkir punktar fyrir þá sem telja sig vera með drómasýki
1. Gott að byrja á því að taka eftirfarandi próf:
Epworth svefnmælikvarðinn er margreynt próf sem mælir dagsyfju
http://www.sleepmed.com.au/epworth-calculator.html
Próf til að mæla drómasýki hannað af lyfjafyrirtækinu Jazz Pharmaceuticals
https://www.swissnarcolepsyscale.com/
2. Ef niðurstöðurnar benda til þess að þú sért með drómasýki eða annað svefnvandamál er mikilvægt er að kynna sér drómasýki vel til að átta sig á því hvort einkennin eiga við þig eða ekki.
Á síðunni "Hvað er drómasýki" hér á vefnum eru ítarlegar upplýsingar um drómasýki á íslensku, mestmegnis unnar upp úr fræðilega hluta BA ritgerðarinnar “Drómasýki á Íslandi” frá árinu 2019. Þar er hægt að lesa frekar um ólíkar upplifanir nokkurra Íslendinga sem tóku þátt í rannsóknarverkefninu.
Þegar verið er að lesa um einkenni drómasýki getur stundum verið erfitt að tengja þær upplýsingar við manns eigin upplifun. Við höfum því gert okkar besta til að lýsa einkennum vel. Hafið í huga að einkenni geta verið mismunandi eftir fólki.
Til að taka dæmi, þá getur einn upplifað mjög sterka kataplexíu og hrunið í gólfið við minnsta áreiti, en annar einstaklingur upplifir kataplexíu það sterkt að hann hrynur í góllfið við aðeins ákveðið áreiti, en að öðru leiti eru einkennin mild.
Algengt er að heimillislæknar og jafnvel sérfræðingar hafi ekki nægilega mikla þekkingu á þessun flókna sjúkdómi, svo gott er að undirbúa sig vel til að hraða ferlinu.
3. Þegar þú ert búinn að kynna þér sjúkdóminn vel, og átta þig á hvaða einkenni eiga við þig, er gagnlegast að halda svefndagbók í nokkrar vikur.
Svefndagbók heldur utan um upplýsingar um svefnrútínur og allt annað sem gæti gefið vísbendingu um hvert vandamálið er. Dæmi eru um að heimilislæknar taki greiningarferlið ekki lengra fyrr viðkomandi hafi skráð svefndagbók.
Hér er svefndagbók frá National Sleep Foundation, hún er mjög auðveld í noktun og að fylla hana út tekur bara nokkrar mínútur á dag.
Ef þú villt ekki nota svefndagbók er samt gagnlegt að fylgjast með eftirfarandi, þar sem þessar upplýsingar geta gefið mikilvægar upplýsingar sem hjálpa til við greiningu drómasýki:
- Hvenær farið er að sofa?
- Hvenær þú vaknar morguninn eftir?
- Hversu oft vaknar þú á nóttunni og á hvaða tímum?
- Hversu fast svafst þú?
- Dreymdi þig eitthvað? Lítið eða mikið?
- Hvernig leið þér þegar þú vaknaðir?
- Stundaðir þú hreyfingu þennan dag
- Hvernig mat borðaðir þú, drakkstu kaffi?
- Notaðiru lyf? Hvernig lyf og hvenær?
- Hversu oft koma þreytuköst, hversu líklegt er að þú fáir þreytuköst og hvað vara þau lengi?
- Ertu með kataplexíu?
- Hvað triggerar kataplexíuna?
Allar þessar upplýsingar koma fram í svefndagbókinni sem er nefnd hér fyrir ofan.
4. Hafðu svefndagbókina með til að sýna heimilislækninum eða taugalækninum sem þú ferð til.
Heimilislæknir eða taugalæknir sendir beiðni um svefnrannsókn sem framkvæmd er á Landspítalanum.
Í svefnrannsókn eru mældar heilabylgjur, svefnstig og ýmis önnur atriði sem þarf að skoða samkvæmt greiningarviðmiðum. (sjá nánari umfjöllun hér )
Gott er að skoða upplýsingar um aðra svefnsjúkdóma eins og Ideiopathic hypersomnia, sem er svipaður og drómasýki, með svipuð einkenni á yfirborðinu, en eru ekki af sömu orsökum eða að birtingarmynd einkennanna er örlítið ólík. Margir telja sig vera með drómasýki en fá greininguna IH.